Alisson Becker, markvörður Liverpool, hafnaði tilboði tyrknesku meistaranna Galatasaray um að ganga til liðs við félagið. Sky Sports í Þýskalandi greinir frá.
Galatasaray er í leit að nýjum markverði en úrúgvæski markvörðurinn Fernando Muslera tilkynnti í lok tímabilsins að hann myndi yfirgefa félagið eftir að hafa verið hjá því í 14 ár.
Alisson á enn eftir tvö ár af samningi sínum hjá Liverpool en hann hefur verið hjá félaginu síðan árið 2018.
Á næsta tímabili mun Alisson berjast um aðalmarkvarðarstöðuna við Giorgi Mamardashvili sem snýr til baka úr láni í sumar.