Guardiola er besti stjórinn í heiminum

Pep Guardiola.
Pep Guardiola. AFP/Glyn Kirk

Knattspyrnumaðurinn Rayan Ait-Nouri, sem gekk í raðir Manchester City á dögunum, segir að Pep Guardiola, stjóri City, sé besti stjóri í heiminum.

Manchester City greiddi 31 milljón punda fyrir Ait-Nouri sem kom frá Wolves.

„Það er draumur að spila fyrir þetta lið, við erum með frábæra leikmenn. Ég er stoltur eftir að hafa unnið hart síðan ég kom til Englands. Pep getur bætt mig, hann er besti stjórinn í heiminum,“ sagði Ait-Nouri í viðtali við Sky Sports.

Manchester City hefur leik á HM félagsliða næsta miðvikudag þegar liðið mætir Wydad frá Marokkó.

Rayan Ait-Nouri skrifar undir hjá Manchester City.
Rayan Ait-Nouri skrifar undir hjá Manchester City. Ljósmynd/Manchester City
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert