Mourinho vill leikmann City

Kyle Walker.
Kyle Walker. AFP/Paul Ellis

Tyrkneska knattspyrnufélagið Fenerbahce hefur áhuga á Kyle Walker, leikmanni Manchester City.

Walker fór á lán til AC Milan á Ítalíu í janúarglugganum en hann er ekki lengur í myndinni hjá Pep Guardiola, stjóra City.

Portúgalinn Jose Mourinho stýrir Fenerbahce en félagið hafnaði í öðru sæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert