Tyrkneska knattspyrnufélagið Fenerbahce hefur áhuga á Kyle Walker, leikmanni Manchester City.
Walker fór á lán til AC Milan á Ítalíu í janúarglugganum en hann er ekki lengur í myndinni hjá Pep Guardiola, stjóra City.
Portúgalinn Jose Mourinho stýrir Fenerbahce en félagið hafnaði í öðru sæti deildarinnar.