Viktor Gyökeres, leikmaður Sporting, hefur hafnað tilboði Manchester United um að ganga í raðir félagsins. Portúgalski fjölmiðillinn Record greinir frá þessu.
Samkvæmt Record hefur umboðsmaður Gyökeres, Hasan Cetinkaya, sagt við Manchester United að Svíinn hafi ekki áhuga á að ganga til liðs við United.
Ruben Amorim, stjóri United, stýrði Gyökeres hjá Sporting áður en hann tók við stjórnartaumunum á Old Trafford.
Gyökeres á frábært tímabil að baki í Portúgal en hann skoraði 54 mörk í 52 leikjum fyrir Sporting.
Talið er að Arsenal hafi áhuga á Gyökeres en samkvæmt Record bauð félagið 46,8 milljónir punda í framherjann. Gyökeres er með heiðursmannasamkomulag við Sporting sem leyfir honum að yfirgefa félagið ef boðið er í hann rúmar 60 milljónir punda.