Spænska knattspyrnufélagið Atlético Madrid hefur mikinn áhuga á að fá Andy Robertson, leikmann Liverpool, til liðs við sig.
Ungverski bakvörðurinn Milos Kerkez er við það að ganga í raðir Liverpool sem gæti þýtt að Robertson yrði í minna hlutverki hjá félaginu.
Robertson á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Liverpool. Hann á að baki 342 leiki fyrir félagið síðan hann kom frá Hull árið 2017.