Nýliðarnir styrkja sig

Lukas Nmecha.
Lukas Nmecha. Ljósmynd/Leeds

Þýski sóknarmaðurinn Lukas Nmecha er genginn til liðs við Leeds í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu frá Wolfsburg í Þýskalandi.

Nmecha er 26 ára gamall og er fyrsti leikmaðurinn sem Leeds fær til sín. Liðið sigraði næstefstu deild á síðasta tímabili og mun spila í úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Hann hefur áður spilað á Englandi með Preston North End, Middlesbrough og Manchester City. 

Hann kemur til Leeds á frjálsri sölu eftir fjögur ár hjá Wolfsburg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert