Spænska stórliðið Real Madrid hefur áhuga á franska miðverðinum Ibrahima Konaté sem spilar með Liverpool í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.
Spænski fjölmiðillinn Marca greinir frá þessu en Real fékk Trent Alexander-Arnold frá Liverpool á dögunum.
Konaté hefur ekki framlengt samning sinn við Liverpool sem rennur út næsta sumar og Real hefur áhuga á að fá hann á frjálsri sölu.