Real vill annan varnarmann Liverpool

Ibrahima Konate.
Ibrahima Konate. AFP/Adrian Dennis

Spænska stórliðið Real Madrid hefur áhuga á franska miðverðinum Ibrahima Konaté sem spilar með Liverpool í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Spænski fjöl­miðill­inn Marca grein­ir frá þessu en Real fékk Trent Alexander-Arnold frá Liverpool á dögunum.

Konaté hefur ekki framlengt samning sinn við Liverpool sem rennur út næsta sumar og Real hefur áhuga á að fá hann á frjálsri sölu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert