Manchester United er með augastað á sóknarmönnunum Antoine Semenyo og Eberechi Eze ef félagið nær ekki að ganga frá kaupunum á Bryan Mbeumo, leikmanni Brentford.
United vill fá Mbeumo til liðs við sig en Brentford hafnaði fyrsta tilboði félagsins. Tottenham hefur einnig áhuga á Mbeumo.
Semenyo, sem er 25 ára, á gott tímabil að baki með Bournemouth. Hann skoraði 11 mörk og gaf fimm stoðsendingar fyrir Bournemouth sem hafnaði í níunda sæti deildarinnar.
Hinn 26 ára Eze lék vel með Crystal Palace á nýafstaðinni leiktíð, skorandi átta mörk og gefandi átta stoðsendingar í deildinni.