Argentíski knattspyrnumaðurinn Alejandro Garnacho vill vera áfram á Englandi.
Garnacho, sem er 20 ára, er líklegast á förum frá Manchester United í sumar en samkvæmt Fabrizio Romano vill Argentínumaðurinn vera áfram í ensku úrvalsdeildinni.
Bayer Leverkusen í Þýskalandi vill fá Garnacho til liðs við sig en Erik ten Hag stjóri félagsins stýrði Garnacho hjá Manchester United.
Bæði Chelsea og Aston Villa hafa áhuga á Garnacho en United vill fá 70 milljónir punda fyrir kantmanninn.