Enska knattspyrnufélagið Liverpool vill 60 milljónir evra fyrir úrúgvæska framherjann Darwin Núnez. Corriere dello Sport greinir frá þessu í dag.
Ítölsku félögin Napoli og AC Milan hafa áhuga á framherjanum en hann var í litlu hlutverki hjá félaginu á nýafstaðinni leiktíð.
Núnez gekk í raðir Liverpool árið 2022 frá Benfica í Portúgal á 85 milljónir evra. Í 143 leikjum fyrir Liverpool hefur Núnez skorað 40 mörk og gefið 26 stoðsendingar.