Segist vera ánægður hjá Arsenal

Riccardo Calafiori er varnarmaður í liði Arsenal.
Riccardo Calafiori er varnarmaður í liði Arsenal. AFP/Benjamin Cremel

Ítalinn Riccardo Calafiori, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Arsenal, segist vera ánægður hjá félaginu. 

Calafiori gekk í raðir Arsenal frá Bologna í heimalandinu fyrir nýliðið tímabil. Hann glímdi við mikil meiðsli og var ungstirnið Myles Lewis-Skelly búið að taka hans byrjunarliðsstöðu í vinstri bakverði seinni hluta tímabilsins. 

Þá fóru ítalskir miðlar að orða hann við heimkomu í ítölsku A-deildina en varnarmaðurinn þvertekur fyrir það. 

„Ég er mjög ánægður hjá Arsenal. Mér líður vel í hverri stöðu. Ég var þó ekki til staðar allt tímabilið og markmiðið er að vera það á næsta tímabili,“ sagði Calafiori við blaðamanninn Ginaluca di Marzio. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert