Til Newcastle á tíu milljarða?

Joao Pedro.
Joao Pedro. AFP/Glyn Kirk

Enska knattspyrnufélagið vill fá Brasilíumanninn Joao Pedro, sóknarmann Brighton, í sínar raðir í sumar. 

Telegraph segir frá en samkvæmt miðlinum hefur Newcastle hafið viðræður við Brighton um Brasilíumanninn. Þá er hann metinn á 60 milljónir punda.

Pedro skoraði 10 mörk og gaf sex stoðsendingar í 27 leikjum með Brighton á tímabilinu en hann gekk í raðir félagsins sumarið 2023 eftir að hafa spilað með Watford. 

Newcastle spilar í Meistaradeildinni í haust og hyggst styrkja hópinn sinn til muna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert