Vill kæfa Manchester United

Rayan Cherki er leikmaður Manchester CIty.
Rayan Cherki er leikmaður Manchester CIty. AFP/Nicolas Tucat

Frakkinn Rayan Cherki, nýjasti leikmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester City, vill hefna sín á nágrönnunum í Manchester United. 

United sló Lyon, fyrrverandi lið Cherki, úr leik í mögnuðu einvígi í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. 

Fyrri leikurinn fór 2:2 og líka sá seinni en Lyon komst í 4:2 manni færri í framlengingunni á Old Trafford þar sem Cherki skoraði. 

Hins vegar skoraði United þrjú mörk á síðustu mínútum leiksins og vann leikinn 5:4 og einvígið 7:6. 

Cherki hefur átt erfitt með að gleyma þessu. 

„Ég var ekki ánægður þegar United kom til baka gegn okkur. Ég er mikill Lyon-maður, nú bíð ég eftir að mæta þeim aftur. Ég vil kæfa Manchester United. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert