Á förum frá City?

Kyle Walker.
Kyle Walker. AFP/Paul Ellis

Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur áhuga á enska landsliðsmanninum Kyle Walker.

Walker, sem er 35 ára, er ekki inni í myndinni hjá Pep Guardiola, stjóra Manchester City. Walker var að láni hjá ítalska félaginu AC Milan á seinni hluta tímabilsins.

Walker á eitt ár eftir af samningi sínum hjá City. Hann kom til félagsins árið 2017 frá Tottenham en hann hefur spilað stórt hlutverk í sex Englandsmeistaratitlum félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert