Arteta missir mikilvægan hlekk úr teyminu

Carlos Cuesta ásamt leikmanninum Gabriel Jesus.
Carlos Cuesta ásamt leikmanninum Gabriel Jesus. Ljósmynd/Carlos Cuesta

Spánverjinn Carlos Cuesta, sem er aðeins 29 ára gamall, verður næsti knattspyrnustjóri karlaliðs Parma á Ítalíu. 

Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá en Cuesta er aðstoðarmaður Mikels Arteta, stjóra karlaliðs Arsenal. 

Cuesta hefur verið aðstoðarmaður hjá Arsenal síðan í ágúst 2020 en Arteta tók við Arsenal í desember 2019. Fyrir það var hann aðstoðarþjálfari hjá U17 ára liðum Juventus og Atlético Madrid. 

Cuesta mun taka við liðinu af Rúmenanum Cristian Chivu sem er orðinn stjóri Inter Mílanó. 

Mikel Arteta er stjóri Arsenal.
Mikel Arteta er stjóri Arsenal. AFP/Glyn Kirk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert