Eigendur Liverpool, Fenway Sports Group, hafa áhuga á því að kaupa spænska knattspyrnufélagið Getafe. Spænski fjölmiðillinn Marca greinir frá.
Samkvæmt Marca vilja eigendur Liverpool fara svipaða leið og Manchester City. Eigandahópur Manchester City, City Football Group, á félög víða í heiminum, þar á meðal spænska félagið Girona.
Eigendur Manchester City nýta sér hin liðin í eigu þeirra til að þróa og selja efnilega leikmenn.
Getafe leikur í efstu deild á Spáni en liðið hafnaði í þrettánda sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.