Festa kaup á ítölskum varnarmanni

Diego Coppola í leik með ítalska landsliðinu gegn Noregi um …
Diego Coppola í leik með ítalska landsliðinu gegn Noregi um daginn. AFP/Cornelius Poppe

Enska knattspyrnufélagið Brighton hefur fest kaup á ítalska varnarmanninum Diego Coppola frá Hellas Verona á Ítalíu.

Brighton greiðir níu milljónir fyrir hinn 21 árs gamla Coppola sem leikur með ítalska landsliðinu á Evrópumóti U21 árs.

Coppola var í stóru hlutverki hjá Hellas Verona á síðustu leiktíð en hann byrjaði 34 leiki fyrir félagið í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert