Tottenham tilbúið að selja Son

Son Heung-Min.
Son Heung-Min. AFP/Justin Tallis

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham er reiðubúið að selja fyrirliðann Son Heung-min.

Samkvæmt The Times mun félagið ekki selja eftir æfingaferð félagsins til Asíu. Tottenham mun mæta Newcastle í byrjun ágúst á þjóðarleikvangi Suður-Kóreu í Seúl.

Son, sem er 33 ára, á aðeins eitt ár af samningi sínum hjá Tottenham. Son hefur verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu og Fenerbahce í Tyrklandi en Jose Mourinho, fyrrverandi stjóri Tottenham, stýrir liðinu.

Son kom til Tottenham fyrir 10 árum og hefur verið lykilleikmaður hjá félaginu síðan þá. Hann hefur skorað 173 mörk og gefið 101 stoðsendingu í 454 leikjum fyrir félagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert