Enski markvörðurinn Tom Heaton mun skrifa undir nýjan eins árs samning við Manchester United. Fabrizio Romano greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum X.
Hinn 39 ára gamli Heaton kom til United árið 2021 en á þessum fjórum árum hefur hann leikið þrjá leiki með félaginu.
Heaton er uppalinn hjá United en hann hefur einnig spilað með Cardiff City, Bristol City, Burnley og Aston Villa.