Verður áfram hjá United

Tom Heaton, fyrir miðju, á æfingu með félaginu.
Tom Heaton, fyrir miðju, á æfingu með félaginu. AFP/Oli Scarff

Enski markvörðurinn Tom Heaton mun skrifa undir nýjan eins árs samning við Manchester United. Fabrizio Romano greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum X.

Hinn 39 ára gamli Heaton kom til United árið 2021 en á þessum fjórum árum hefur hann leikið þrjá leiki með félaginu.

Heaton er uppalinn hjá United en hann hefur einnig spilað með Cardiff City, Bristol City, Burnley og Aston Villa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert