Brassinn á óskalista Chelsea

Joao Pedro.
Joao Pedro. AFP/Glyn Kirk

Brasilíumaðurinn Joao Pedro, leikmaður Brighton, er ofarlega á óskalista hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea.

Fabrizio Romano greinir frá þessu en samkvæmt honum eru viðræður hafnar á milli félaganna.

Pedro, sem er 23 ára, kom til Brighton fyrir tveimur árum frá Watford. Hann skoraði 10 mörk fyrir félagið í 27 deildarleikjum.

Chelsea er ekki eina liðið sem hefur áhuga á Pedro en Newcastle fylgist einnig grannt með Brasilíumanninum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert