Fær fyrirliðabandið hjá City

Bernardo Silva hefur verið lykilmaður hjá Manchester City undanfarin ár.
Bernardo Silva hefur verið lykilmaður hjá Manchester City undanfarin ár. AFP/Paul Ellis

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Bernardo Silva er nýr fyrirliði Manchester City.

Kevin De Bruyne hefur borið fyrirliðabandið hjá City síðustu ár en hann er nú genginn til liðs við Napoli á Ítalíu eftir 10 ár í Manchester.

Silva fær nú fyrirliðabandið en hann gekk í raðir City frá Monaco árið 2017. Rúben Dias, Erling Haaland og Rodri verða varafyrirliðar.

Manchester City hefur leik á heimsmeistaramóti félagsliða í dag en liðið mætir Wydad frá Marokkó klukkan 16.00 að íslenskum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert