Lee Sharpe, fyrrverandi leikmaður Manchester United, telur að markvörðurinn Emiliano Martínez gæti haft sömu áhrif á United og Peter Schmeichel hafði.
Martínez hefur verið orðaður við Manchester United undanfarið en markvörðurinn gæti verið á förum frá Aston Villa.
Síðan Martínez gekk í raðir Villa árið 2020 hefur hann verið í lykilhlutverki hjá félaginu. Aston Villa komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar á nýafstaðinni leiktíð en liðið datt út á móti Evrópumeisturum París SG.
„United hafa verið orðaðir við Emiliano Martínez og ég held að það sé ekki félag í heiminum sem myndi taka hann. Mér finnst viðhorf hans gott og það smitast yfir á varnarlínu hans.
Hann er eins og Schmeichel, hann ver skot sem hann ætti ekki að verja og hann mun vinna 10-12 stig á tímabilinu,“ sagði Sharpe.