Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United vill reyna að selja enska sóknarmanninn Jadon Sancho áður en félagið opnar fyrir lán.
Sancho lék að láni hjá Chelsea á síðustu leiktíð en félagið ákvað að greiða United fimm milljón punda sekt í stað þess að festa kaup á Englendingnum fyrir 25 milljónir.
Ítalska félagið Napoli er á meðal liða sem hafa áhuga á Sancho en félagið vill ekki greiða há laun leikmannsins.
Manchester United greiddi 85 milljónir evra fyrir Sancho en hann hefur aldrei náð sér á strik á Old Trafford.