Á förum frá Arsenal eftir að hafa fengið samningstilboð

Thomas Partey í leik með Arsenal.
Thomas Partey í leik með Arsenal. AFP/Glyn Kirk

Nú eru allar líkur á því að Ganverjinn Thomas Partey muni yfirgefa enska knattspyrnufélagið Arsenal í sumar. 

Ghanasoccernet í heimalandi leikmannsins segir frá en Partey rann út úr samningi hjá félaginu í sumar en átti í viðræðum við það um nýjan samning.

Virðist sem svo að félaginu og leikmanninum hafi ekki komið saman um kaup og kjör og er nú mjög ólíklegt að hann verði áfram. Partey getur því samið við hvaða lið sem er. 

Partey gekk í raðir Arsenal frá Atlético Madrid haustið 2020 en hann hefur verið lykilmaður síðan og spilað 167 leiki þar sem hann hefur skorað níu mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert