Enginn leikur á öðrum í jólum?

Enginn leikur er skráður á öðrum í jólum.
Enginn leikur er skráður á öðrum í jólum. AFP/Peter Powell

Leikjaniðurröðunin fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu var birt í gær og vakti athygli hjá stuðningsmönnum að enginn leikur væri skráður þann 26. Desember, annan í jólum.

Mikil hefð er fyrir því að leikið sé á öðrum í jólum á Englandi en allir leikirnir í 18. umferð eru skráðir þann 27. desember.

Leikjaniðurröðun deildarinnar er skipt þannig að 33 umferðir lenda á helgi og fimm umferðir í miðri viku. Þar sem 26. desember lendir á föstudegi verður 18. umferð hluti af helgarumferð og leikirnir því skráðir þann 27. desember.

Hins vegar er enn möguleiki á því að leikið verði á öðrum á jólum. Skipuleggjendur deildarinnar hafa gefið út að leikirnir gætu verið færðir á annan í jólum fyrir beinar sjónvarpsútsendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert