Þýski knattspyrnumaðurinn Florian Wirtz verður þriðji launahæsti leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.
Samkvæmt Fabrizio Romano mun Wirtz skrifa undir samning sem mun greiða honum rúmlega 200.000 pund á viku, sem nemur um 33,5 milljónum íslenskra króna.
Aðeins Mohamed Salah og Virgil van Dijk fá betur greitt en Salah fær 400.000 pund á viku og van Dijk 350.000 pund.
Wirtz mun fara í læknisskoðun hjá Liverpool á morgun og skrifa undir.