Rio Ferdinand, sparkspekingur og fyrrverandi leikmaður Manchester United, heldur að nígeríski framherjinn Victor Osimhen sé að bíða eftir United.
Osimhen vill yfirgefa Napoli en hann var að láni hjá tyrkneska félaginu Galatasaray á síðustu leiktíð.
Mörg lið hafa áhuga á Osimhen en hann hafnaði samningstilboði frá Al-Hilal í Sádi-Arabíu fyrr í sumar.
„Það virðist að hann hafi hafnað Al-Hilal, hann hlýtur að vera að bíða eftir Manchester United. Ég veit samt ekki hvort United mun koma, það er vandamálið,“ sagði Ferdinand á YouTube-rás sinni.
United er í leit að framherja fyrir næsta tímabil og hefur Osimhen verið sterklega orðaður við félagið.