Telur markmið United vera óraunhæfan draum

Teddy Sheringham.
Teddy Sheringham. AFP

Teddy Sheringham, fyrrverandi leikmanni Manchester United, finnst markmið Omars Berrada, framkvæmdastjóra United, að félagið verði enskur meistari fyrir árið 2028 vera óraunhæfur draumur.

Berrada trúir því að United geti náð markmiðinu en árið 2028 mun félagið fagna 150 ára afmæli. Sheringham er ekki á sama máli og Berrada.

„Ummæli Omars Berrada eru eins og draumur. Í knattspyrnufélögum verður maður að taka lítil skref til að komast áfram og ef maður sér það og færist í rétta átt þá geturðu horft jákvætt á framtíðina,“ sagði Sheringham.

Manchester United átti ekki gott tímabil á nýafstaðinni leiktíð en liðið hafnaði í 15. sæti úrvalsdeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert