Daninn Thomas Frank, nýr stjóri Tottenham, fór fögrum orðum um forvera sinn Ange Postecoglou sem var rekinn sem stjóri félagsins á dögunum.
„Ég held að Ange hafi takist eitthvað sérstakt. Hann verður að eilífu goðsögn hjá Tottenham,“ sagði Frank í fyrsta viðtali sínum sem stjóri félagsins.
Frank var formlega kynntur sem nýr stjóri Tottenham í gær en hann hefur stýrt Brentford með góðum árangri síðustu sjö ár.
„Ég mun gera mitt allra besta til að halda áfram því frábæra starfi sem hann hefur unnið,“ bætti Frank við.
Postecoglou gerði Tottenham að Evrópudeildarmeisturum á síðustu leiktíð en var samt látinn fara frá félaginu.