Áhugi frá Ítalíu á United-manninum

Jadon Sancho í leik með Chelsea.
Jadon Sancho í leik með Chelsea. AFP/Justin Tallis

Enski knattspyrnumaðurinn Jadon Sancho, leikmaður Manchester United, er að fá áhuga frá Ítalíu. Sky Sports greinir frá þessu.

Bæði Juventus og Napoli hafa áhuga á að fá Sancho til liðs við sig en Englendingurinn á eitt ár eftir af samningi sínum hjá United.

Sancho, sem er 25 ára, var að láni hjá Chelsea á síðasta tímabili. Hann spilaði 41 leik og skoraði fimm mörk og lagði upp tíu til viðbótar.

Talið er að United vilji fá rúmlega 25 milljónir punda fyrir Sancho.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert