Framtíð Gabriel Martinelli hjá enska úrvalsdeildarfélaginu er í óvissu en Arsenal gæti reynt að selja Brasilíumanninn í sumar.
Arsenal ætlar sér stóra hluti á félagaskiptamarkaðnum í sumar og gæti félagið þurft að minnka launakostnað.
Samkvæmt The Times er Arsenal tilbúið að hlusta á tilboð í Martinelli en félagið vill að lágmarki 50 milljónir punda.
Martinelli, sem er 24 ára, er með samning hjá Skyttunum til ársins 2027. Hann gekk í raðir Arsenal árið 2019 og hefur verið í stóru hlutverki síðan.
Í 225 leikjum fyrir Arsenal hefur Martinelli skorað 51 mark og lagt upp 29 til viðbótar.