Liverpool strax búið að finna nýjan mann?

Marc Guéhi.
Marc Guéhi. AFP/Glyn Kirk

Englandsmeistarar Liverpool eru að skoða möguleikann á að kaupa enska varnarmanninn Marc Guéhi frá Crystal Palace.

Liverpool er í leit að varnarmanni til að fylla í skarð Jarell Quansha sem er við það að ganga í raðir Bayer Leverkusen.

Samkvæmt Fabrizio Romano mun Leverkusen greiða rúmar 30 milljónir punda fyrir Quansah.

Guéhi hefur lengi verið á óskalista Liverpool. Hann er lykilleikmaður hjá Crystal Palace sem varð enskur bikarmeistari í vor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert