Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur komist að samkomulagi við Bournemouth um kaup á ungverska bakverðinum Milos Kerkez.
David Ornstein hjá The Ahtletic segir frá en Liverpool mun þurfa að greiða Bournemouth 40 milljónir punda eða yfir 7,6 milljarða íslenskra króna fyrir Ungverjann.
Kerkez mun gangast undir læknisskoðun í næstu viku og síðan skrifa undir fimm ára samning í Liverpool-borg.
Kerkez átti gott tímabil með Bournemouth en hann gekk í raðir félagsins sumarið 2023. Áður lék hann hjá AZ Alkmaar í Hollandi og Györi í heimalandinu.