Everton að ná í bakvörð

Kenny Tete og Carlos Alcaraz í baráttunni á síðustu leiktíð. …
Kenny Tete og Carlos Alcaraz í baráttunni á síðustu leiktíð. Þeir verða liðsfélagar á næstu leiktíð. AFP/Ben Stansall

Kenny Tete hefur gert munnlegt samkomulag við Everton um að spila fyrir félagið. Tete hefur verið á mála hjá Fulham en samningur hans við Lundúnarliðið rennur út um mánaðarmótin.

Tete er 29 ára hollenskur hægri bakvörður sem hefur spilað með Fulham síðan 2020 en áður lék hann með Ajax og Lyon.

Hann mun gera þriggja ára samning við Everton og er hann hugsaður sem arftaki Seamus Coleman sem lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil.

Tete hefur spilað 121 leik fyrir Fulham, þar af spilaði hann 22 leiki á síðasta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert