Á leið til Tottenham fyrir metfé

Kota Takai rennir sér í bolta og mann í leik …
Kota Takai rennir sér í bolta og mann í leik Japans og Indónesíu í undankeppni HM fyrr í þessum mánuði. AFP/Paul Miller

Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur er í þann veginn að ganga frá kaupum á japanska varnarmanninum Kota Takai frá Kawasaki Frontale.

Enskir  fjölmiðlar greina frá þessu í kvöld og The Athletic segir að samkvæmt heimildarmanni hjá félaginu hafi verið samið um fimm milljón punda kaupverð fyrir þennan tvítuga landsliðsmann. Hann verði þar með dýrasti leikmaður sem félag í japönsku deildinni hefur selt.

Takai leikur sem miðvörður og hefur verið í röðum Kawasaki Frontale frá sjö ára aldri. Hann hefur leikið fjóra A-landsleiki fyrir Japan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert