Manchester United hefur gert Brentford nýtt tilboð í kamerúnska knattspyrnumanninn Bryan Mbeumo.
Sky Sports skýrir frá þessu og segir tilboðið hljóða upp á rúmar 60 milljónir punda en Brentford hefur áður hafnaði 55 milljón punda tilboði United í leikmanninn.
Mbeumo á tvö ár eftir af samningi sínum við Lundúnafélagið en áður hefur komið fram að Tottenham Hotspur sé einnig að reyna að fá hann í sínar raðir.