Hafnaði samningstilboði Liverpool

Ibrahima Konaté.
Ibrahima Konaté. AFP/Paul Ellis

Franski knattspyrnumaðurinn Ibrahima Konaté hafnaði nýju samningstilboði forráðamanna enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool á dögunum.

Það er breski miðillinn The Guardian sem greinir frá þessu en Konaté, sem er 26 ára gamall, verður samningslaus næsta sumar.

Hann hefur verið orðaður við Real Madrid á Spáni undanfarnar vikur og gæti fylgt í fótspor Trent Alexanders-Arnolds næsta sumar en Alexander-Arnold gekk til liðs við Real Madrid á frjálsri sölu frá Liverpool í sumar.

Konaté gekk til liðs við Liverpool frá RB Leipzig í Þýskalandi, sumarið 2021, en enska félagið borgaði 36 milljónir punda fyrir hann.

Hann varð Englandsmeistari í fyrsta sinn með félagið á nýliðnu tímabili og þá varð hann einnig bikarmeistari með liðinu árið 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert