Höfnuðu 8 milljarða tilboði

Joao Pedro, lengst til hægri, er eftirsóttur af Newcastle.
Joao Pedro, lengst til hægri, er eftirsóttur af Newcastle. AFP/Glyn Kirk

Brighton hefur hafnað 50 milljóna punda, eða um 8.3 milljarða íslenskra króna, tilboði frá Newcastle í brasilíska knattspyrnumanninn Joao Pedro. 

Sky Sports segir frá en Pedro hefur lengi verið á óskalista Newcastle og ákvað félagið að bjóða í hann. 

Brighton vill fá meiri pening fyrir leikmanninn en samkvæmt heimildum miðlsins gæti félagið selt fyrir 60 milljónir punda eða rúma 10 milljarða íslenskra króna. 

Chelsea er þá einnig á eftir Brasilíumanninum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert