Óvæntustu félagaskipti Liverpool í sumar

Freddie Woodman verður þriðji markvörður Liverpool.
Freddie Woodman verður þriðji markvörður Liverpool. Ljósmynd/Liverpool

Knattspyrnumarkvörðurinn Freddie Woodman er óvænt genginn til liðs við Englandsmeistara Liverpool á frjálsri sölu. 

Woodman, sem er 28 ára gamall, kemur til Liverpool frá Preston þar sem hann var liðsfélagi landsliðsmannsins Stefáns Teits Þórðarsonar. 

Woodman var aðalmarkvörður Preston í þrjú ár en verður nú þriðji markvörður Liverpool. Hann lék með unglingaliðum Englands á sínum tíma og hefur verið á mála hjá Newcastle og Bournemouth, 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert