Enskur miðill fjallar um óvæntu komuna til Íslands

Steven Caulker og Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar.
Steven Caulker og Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar. Ljósmynd/Stjarnan

Enskir miðlar hafa undanfarið fjallað um komu enska knattspyrnumannsins Stevens Caulker til Stjörnunnar. 

Caul­ker er 33 ára miðvörður sem hef­ur komið víða við á ferl­in­um og lék til að mynda með Li­verpool, Totten­ham Hot­sp­ur, Sw­an­sea City, Car­diff City og Sout­hampt­on í ensku úr­vals­deild­inni.

Alls lék hann 123 leiki í úr­vals­deild­inni en hef­ur und­an­far­in ár leikið með nokkr­um liðum í Tyrklandi auk þess að koma við í Skotlandi og á Spáni.

The Sun, einn þekktasti miðill Bretlandseyja, talar um mjög óvænt félagaskipti og vill meina að íslenskir fjölmiðlar séu að fjalla um félagaskipti sem þau stærstu í sögu landsins. 

Caulker er einn þekktasti leikmaðurinn til að spila hérlendis en þá hafa leikmenn eins og David James og Lee Sharp reynt fyrir sér hérlendis, einnig Gylfi Þór Sigurðsson. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert