Enskir miðlar hafa undanfarið fjallað um komu enska knattspyrnumannsins Stevens Caulker til Stjörnunnar.
Caulker er 33 ára miðvörður sem hefur komið víða við á ferlinum og lék til að mynda með Liverpool, Tottenham Hotspur, Swansea City, Cardiff City og Southampton í ensku úrvalsdeildinni.
Alls lék hann 123 leiki í úrvalsdeildinni en hefur undanfarin ár leikið með nokkrum liðum í Tyrklandi auk þess að koma við í Skotlandi og á Spáni.
The Sun, einn þekktasti miðill Bretlandseyja, talar um mjög óvænt félagaskipti og vill meina að íslenskir fjölmiðlar séu að fjalla um félagaskipti sem þau stærstu í sögu landsins.
Caulker er einn þekktasti leikmaðurinn til að spila hérlendis en þá hafa leikmenn eins og David James og Lee Sharp reynt fyrir sér hérlendis, einnig Gylfi Þór Sigurðsson.