Enska knattspyrnufélagið Arsenal hefur sett sig í samband við Eberechi Eze, leikmann Crystal Palace.
Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá en Eze, sem er 27 ára gamall, er enskur landsliðsmaður sem skoraði sigurmark Crystal Palace þegar félagið varð bikarmeistari með sigri á Manchester City á síðustu leiktíð. Hann hefur þá verið lykilmaður hjá Palace í fimm ár. Hann á 12 landsleiki að baki og eitt mark.
Eze er með ákveði í samningi sínum sem gerir honum kleift að ræða við önnur félög ef þau eru reiðubúin að greiða 68 milljónir punda fyrir hann. Samkvæmt einhverjum miðlum á Bretlandseyjum gæti sú upphæð verið greidd í þremur hlutum.
Arsenal á þá enn eftir að setja sig í samband við Crystal Palace.