Þýskalandsmeistarar Bayern München eru á eftir kólumbíska knattspyrnumanninum Luis Díaz, leikmanni Englandsmeistara Liverpool.
Díaz hefur verið orðaður frá Liverpool í sumar og hefur Barcelona fylgst með kantmanninum.
Samkvæmt Sky í Þýskalandi hefur Bayern blandað sér í baráttunna. Bæjarar vilja vinstri kantmann og er Díaz ofarlega á lista félagsins. Bayern á þó enn eftir að setja sig í samband við Liverpool.
Díaz kom til Liverpool fyrir þremur árum frá Porto en hann skoraði 17 mörk í 50 leikjum á nýafstaðinni leiktíð.