Enski knattspyrnumaðurinn Trey Nyoni fagnar í dag 18 ára afmæli sínu og skrifaði af því tilefni undir nýjan langtímasamning við Englandsmeistara Liverpool.
Fyrri unglingasamningur Nyonis við Liverpool átti að renna út sumarið 2027 en í tilkynningu félagsins er ekki tekið fram til hve margra ára nýi samningurinn er en að samið hafi verið til langs tíma.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann spilað sex leiki fyrir aðallið Liverpool, þar af fimm á síðasta tímabili. Auk þess hefur Nyoni spilað fyrir flest yngri landslið Englands.
Hann er alinn upp hjá Leicester City en skipti til Liverpool sumarið 2023.