Seamus Coleman, fyrirliði Everton í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, hefur framlengt samning sinn við liðið.
Coleman er 36 ára hægri bakvörður frá Írlandi og framlengir samning sinn við félagið um eitt ár. Hann kom til Everton árið 2009 og hefur spilað 428 leiki með liðinu, skorað 28 mörk og lagt upp 29 mörk.
Hann var mikið frá vegna meiðsla á síðasta tímabili og spilaði aðeins fimm leiki í ensku úrvalsdeildinni þegar Everton lenti í þrettánda sæti.