Gæti eyðilagt tímabilið hjá City

Pep Guardiola, stjóri Manchester City.
Pep Guardiola, stjóri Manchester City. AFP/Dan Mullan

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester City, hefur áhyggjur af tímabilinu hjá City eftir HM félagsliða.

Liðið mætir sádi-arabíska liðinu Al-Hilal á morgun í 16-liða úrslitum og ef City kemst alla leið í úrslitaleik mótsins fær liðið aðeins mánuð í frí áður en enska úrvalsdeildin hefst.

Thomas Tuchel þjálfari enska landsliðsins sagði að Liverpool og Arsenal væru með gríðarlegt forskot í úrvalsdeildinni því liðin eru ekki með á mótinu.

Ég reyni að hugsa ekki um það, annars verð ég svo kvíðinn,“ sagði Guardiola um ummæli Tuchel.

Við munum hvíla okkur eins lengi og úrvalsdeildin leyfir okkur. Og leik fyrir leik, mánuð fyrir mánuð, munum við sjá. Kannski í nóvember mun ég segja „við erum hrikalegir, við erum örmagna, HM félagsliða eyðilagði okkur“ en það kemur í ljós. Þetta er í fyrsta sinn sem það eru 32 lið á mótinu svo þetta kemur í ljós,“ sagði Guardiola.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert