Hefur borgað Brighton 263 milljónir punda

Marc Cucurella er einn af fjórum leikmönnum til að fara …
Marc Cucurella er einn af fjórum leikmönnum til að fara frá Brighton til Chelsea á síðustu árum. AFP/Buda Mendes

Enska úrvalsdeildarfélagið í fótbolta, Chelsea, hefur borgað Brighton & Hove Albion 263 milljónir punda fyrir leikmenn á síðustu þremur árum.

Liðin hafa komist að samkomulagi um Joao Pedro sem fer frá Brighton til Chelsea á 60 milljónir punda en hann er fjórði leikmaðurinn sem fer þá leið frá 2022.

Bakvörðurinn Marc Cucurella kom fyrir 63 milljónir punda árið 2022, miðjumaðurinn Moisés Caicedo kom fyrir 115 milljónir punda árið 2023 og sama ár kom markmaðurinn Robert Sanchez fyrir 25 milljónir punda.

Árið 2022 keypti félagið einnig knattspyrnustjórann Graham Potter sem stýrði Chelsea frá september 2022 til apríl 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert