Liverpool í viðræðum um Englendinginn

Marc Guehi er leikmaður Crystal Palace.
Marc Guehi er leikmaður Crystal Palace. AFP/Adrian Dennis

Englandsmeistarar Liverpool hafa áhuga á miðverði Crystal Palace, Marc Guéhi, sem er enskur landsliðsmaður.

Liverpool er líklegast að missa Jarrell Quansah til Bayer Leverkusen og er að leita að miðverði í hans stað.

Samkvæmt félagsskiptasérfræðingnum Fabrizio Romanomunu viðræður Liverpool við Palace halda áfram í þessari viku en liðið er einnig að leita af öðrum möguleikum.

Guéhi er 24 ára gamall og var í lykilhlutverki í enska landsliðinu á EM 2024 þegar liðið fór alla leið í úrslitaleikinn. Hann hefur spilað 132 leiki í ensku úrvalsdeildinni og verið hjá Palace frá 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert