Nokkur félög hafa áhuga á Grealish

Jack Grealish er líklegast á förum frá Manchester City.
Jack Grealish er líklegast á förum frá Manchester City. AFP/Paul Ellis

Enski knattspyrnumaðurinn Jack Grealish er líklegast á förum frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City.

Grealish er 29 ára gamall og er dýr­asti leikmaður í sögu City en var í litlu hlutverki í liðinu á síðasta tímabili. 

Hann var ekki valinn í leikmannahóp City sem tekur þátt á HM félagsliða í Bandaríkjunum um þessar mundir.

Samkvæmt ESPN hefur ítalska liðið Napoli áhuga á honum og þýska liðið Bayern Munchen auk úrvalsdeildarfélaganna Everton, Tottenham og uppeldisfélagsins hans Aston Villa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert