Örlög Palace enn óráðin

Palace vann ensku bik­ar­keppn­ina.
Palace vann ensku bik­ar­keppn­ina. AFP/Glyn Kirk

Crystal Palace vann sér sæti í Evrópudeild karla í knattspyrnu með því að vinna ensku bikarkeppnina en óljóst er hvort liðið fái að taka þátt.

Tvö lið með sama eig­anda mega ekki taka þátt í sömu keppni á veg­um UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, en bandaríski viðskiptamaðurinn John Textor á hluta í Palace og franska félaginu Lyon. Textor hefur samþykkt að selja sinn hluta í Palace, sem er 44 prósent, til að hjálpa Palace að fá sæti í Evrópudeildinni.

Fjár­mála­nefnd fé­lagsliða hjá UEFA ætlaði að gefa út niðurstöðu á málinu í dag en því var frestað.

Lyon var dæmt niður um deild vegna fjárhagsvandamála en hefur ákveðið að áfrýja þeim dómi. Ef þeim tekst ekki að halda sæti sínu í 1. deild mun liðið afþakka pláss í Evrópudeildinni og UEFA er því að bíða eftir niðurstöðum úr því máli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert