Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur áhuga á sóknarmanni nágranna sinna í West Ham, Mohammed Kudus, en bæði knattspyrnufélögin eru í London.
Kudus er 24 ára gamall fjölhæfur sóknarmaður sem spilað aðallega á hægri kanti. Tottenham er að leita af leikmanni sem getur leyst magar stöður fram á við en hann er einn af nokkrum leikmönnum sem Tottenham er að skoða samkvæmt Sky Sports.
Tottenham hefur ekki fengið leikmann frá West Ham síðan Scott Parker kom til þeirra árið 2011.
Kudus er einnig á lista Newcatle United ef þeir ná ekki Anthony Elanga frá Nottingham Forest.